Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Kröftug kvennastund – Sykursalur

26. október 2023 @ 17:00 - 19:30

Frá árinu 2000 hefur Krabbameinsfélagið staðið fyrir Bleiku slaufunni og í tilefni af því verður Kraftur, sem er aðildarfélag Krabbameinsfélagsins, með Kröftuga kvennastund í Sykursalnum 26. október milli klukkan 17:00 og 19:30.

Við fáum kraftmiklar konur til að deila reynslu sinni, hvert þær sækja sinn styrk og hvernig þær hafa tekist á við áskoranir hvort sem er í starfi eða persónulega lífinu.

Þetta verður söguleg og mögnuð kvennastund en ókeypis er á viðburðinn en takmarkað sætapláss er í boði og því mikilvægt að skrá sig sem fyrst til að tryggja sér sæti. Við biðjum þig að skrá þig hér.

Fram koma:

  • Sunna Kristín Hilmarsdóttir verkefnastjóri greindist með mergæxli fyrir tveimur árum, 37 ára gömul. Hún hefur frá upphafi sagt á einlægan og opinskáan hátt frá sínum veikindum, m.a. á samfélagsmiðlum og í Kraftsblaðinu.
  • Iðunn Björk Ragnarsdóttir móðir og nemi í fatasaumi sem greindist með Hodgkins eitlakrabbamein á unglingsárum. Iðunn hefur talað opinskátt um reynslu sína og áhrif krabbameinsins á vegferð hennar í lífinu.
  • Berglind Häsler eigandi Havarí, starfsmaður þingflokks VG og ekkja Svavars Pétur Eysteinssonar sem lést úr krabbameini á síðasta ári. Berglind og Svavar vöktu athygli fyrir viðhorf sín til verkefnisins og opinskáa umræðu um krabbameinið og öllu því sem því fylgdi.Saga Garðarsdóttir uppistandari mun einnig stíga á stokk.

Í lokinn verður boðið upp á umræður þar sem konur geta borið fram fyrirspurnir fyrir þessar kröftugu konur sem halda erindi á kvennastundinni.

Um fundarstjórn sjá Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir, baráttukonur í réttindabaráttu hinsegin fólks sem hafa m.a. halda úti fræðslu á samfélagsmiðlum Hinsegin leikanna.

Léttar veitingar verða í boði.

Sýnum bleikan lit og sjáumst á Kröftugu kvennastundinni í Sykursalnum í bleikum október!

 

Upplýsingar

Dagsetning:
26. október 2023
Tímasetning:
17:00 - 19:30

Viðburðahaldari

Kraftur Stuðningsfélag
Sími
866 9600
View Viðburðahaldari Website

Staðsetning

Sykursalur
Bjargargata 1
Reykjavík, 102 Iceland
+ Google Map
View Staðsetning Website