Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Að klífa brattann – Búrfellsgjá

17. september 2022 @ 11:00 - 12:30

Næsta ganga gönguhópsins Að klífa brattann verður laugardaginn 17. september kl. 11:00.
Skemmtileg og þægileg gönguleið sem sýnir okkur hversu fallegan svip jarðhræringar setja á náttúruna rétt fyrir utan borgarmörkin – einstök gönguleið. Gangan er að mestu á láglendi og einungis 50m hækkun og 5-6 km. Gengið er að gígnum og ræður fólk hvort það vilji labba upp á gíginn eða bíða við gjánna. Útsýni er fínt, við horfum yfir Húsfell, Valahnúka og Helgafell, Kaldársel og Vífilsstaðahlíð.
Falleg náttúra og skemmtileg ganga fyrir fyrir alla til að geta tekið þátt. Gott er að taka með sér smá hressingu.

Endilega meldaðu þig á viðburðinn hér.

Ekið er Elliðavatnsvegi og beygt inn á Heiðmerkurveg. Þar er keyrt meðfram Vífilsstaðahlíð dágóðan spotta, eftir að malbiki sleppir, áður en komið er að krappri vinstri beygju, er bílastæði á hægri hönd. Þar munum við hittast og hefja göngu.

Að klífa brattann er gönguhópur sem Atli Már Sveinsson, þjálfari FítonsKrafts leiðir. Göngurnar henta öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér göngur og íslenska náttúru og njóta þess að vera í hópi meðal jafningja.

Atli (sími: 663-2252)
Þú getur fylgst með okkur á Facebook og beðið um inngöngu í hópinn hér

Upplýsingar

Dagsetning:
17. september 2022
Tímasetning:
11:00 - 12:30
Vefsíða:
https://www.facebook.com/events/768272454429050