Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Að klífa brattann – Búrfellsgjá

25. maí 2019 @ 11:30 - 14:00

Jæja, á þessum góða laugardegi, 25.maí, ætlum við að labba upp að Búrfellsgjá.

Skemmtileg og þægileg gönguleið sem sýnir okkur hversu fallegan svip jarðhræringar setja á náttúru okkar. Í raun einstök gönguleið. Gangan er að mestu á láglendi. Búrfell er 179 metrar á hæð og gígurinn sjálfur er 140 metrar í þvermál. Dýpstur er hann 58 metrar og grynnstur 26 metrar. Útsýni er fínt, við horfum yfir Húsfell, Valahnúka og Helgafell, Kaldársel og Vífilsstaðahlíð.

Falleg náttúra og skemmtileg ganga fyrir fyrir alla til að geta tekið þátt 🙂Gott er að taka með sér nesti eða einhverjar hressingu.

Að klífa brattann er gönguhópur sem Kraftskonurnar Ragnheiður Guðmundsdóttir og G.sigríður Ágústsdóttir leiða en þær hafa báðar notað útivist og fjallgöngur sér til endurhæfingar og sjálfseflingar í veikindum sínum. Göngurnar henta öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér göngur og íslenska náttúru og njóta þess að vera í hópi meðal jafningja.

Kraftsfélagar, fjölskyldur þeirra, börn og vinir eru hjartanlega velkomin.
Láttu okkur vita hvort þú ætlir að mæta og meldaðu þig hér.

Ragnheiður (sími: 663-9360) og Sirrý (sími: 660-4407)

Þú getur fylgst með okkur á Facebook og beðið um inngöngu í hópinn.

Upplýsingar

Dagsetning:
25. maí 2019
Tímasetning:
11:30 - 14:00
Vefsíða:
https://www.facebook.com/events/647651939040032/

Viðburðahaldari

Kraftur Stuðningsfélag
Sími
866 9600
View Viðburðahaldari Website

Staðsetning

Búrfellsgjá
Búrfellsgjá Reykjavík Iceland + Google Map