Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Ganga upp á Mosfell í Mosfellsbæ – Að klífa brattann

27. ágúst 2022 @ 11:00 - 13:00

Næsta ganga gönguhópsins Að klífa brattann verður laugardaginn 27. ágúst kl. 11.

Við ætlum að ganga upp á Mosfell í Mosfellsbæ  og taka smá hring þar í kring. Gangan er á erfiðleikastigi 1 og hentar því flestum getustigum en fyrir suma væri gott að hafa meðferðis göngustafi. Hækkunin er rétt um 200 metrar.

VIÐ ÆTLUM AÐ HITTAST VIÐ MOSFELLSKIRKJU 

Endilega meldaðu þig á viðburðinn hér svo við getum áætlað fjöldann, því við viljum ekki skilja neinn eftir 

Ef þið viljið sameinast í bíla endilega látið okkur vita

Atli Már Sveinsson þjálfari FítonsKrafts mun leiða gönguna. En síminn hjá honum er 663-2252 ef eitthvað er.

Göngurnar henta öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér göngur og íslenska náttúru og njóta þess að vera í hópi meðal jafningja. Kraftsfélagar, fjölskyldur þeirra, börn og vinir eru hjartanlega velkomin.

 

Upplýsingar

Dagsetning:
27. ágúst 2022
Tímasetning:
11:00 - 13:00
Vefsíða:
https://www.facebook.com/events/351682170509392

Viðburðahaldari

FítonsKraftur