Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Aðalfundur Krafts

25. apríl 2017 @ 18:00 - 19:00

Aðalfundur Krafts verður haldinn þriðjudaginn 25. apríl í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8 og hefst kl. 18:00.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar um starfsemi liðins starfsárs.
3. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
4. Lagabreytingar. Lögð er til breyting á 5. gr. þar sem eftirfarandi málsgrein bætist við. „Einungis skuldlausir félagar í Krafti geta gefið kost á sér til stjórnarsetu og formennsku í félaginu“.
5. Kjör formanns til tveggja ára.
6. Kjör tveggja manna í stjórn til tveggja ára og tveggja varamanna til eins árs.
7. Kjör löggilts endurskoðanda reikninga félagsins.
8. Ákvörðun um félagsgjald og umræða um hagsmuni og kvaðir félagsaðildar.
9. Önnur mál.

Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa skuldlausir félagsmenn.

Óskað er eftir framboðum til stjórnar samkvæmt dagskrá. Sem fyrr segir er óskað eftir tveimur aðalmönnum í stjórn og tveimur varamönnum.

Óskað er eftir framboði til formanns til tveggja ára.
Ástrós Rut Sigurðardóttir, núverandi varaformaður, félagsins hefur nú þegar gefið kost á sér til formanns. Framboð skulu berast til framkvæmdastjóra á netfangið ragnheidur@kraftur.org þar sem fram kemur nafn, kennitala og upplýsingar um viðkomandi. Framboð skulu berast eigi síðar en fös. 21.apríl. 

Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta á aðalfund Krafts.

Upplýsingar

Dagsetning:
25. apríl 2017
Tímasetning:
18:00 - 19:00