Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.
Event Series Event Series: AðstandendaKraftur

AðstandendaKraftur

25. janúar 2024 @ 17:00 - 19:00

AðstandendaKraftur er stuðningshópur fyrir aðstandendur sem eiga ástvin sem greinst hefur með krabbamein. AðstandendaKraftur var stofnaður af aðstandendum fyrir aðstandendur sem stendur fyrir ýmsum viðburðum í vetur.

DAGSKRÁ VOR 2024:

11. JANÚAR KL. 17:00 – AÐSTANDANDI; SETTU SÚREFNISGRÍMUNA FYRST Á ÞIG

  • Anna Sigurðardóttir sálfræðingur frá Samkennd heilsusetur fer yfir þá þætti sem mikilvægt er að aðstandendur hafi í huga til að koma í veg fyrir að brenna ekki út heldur haldi heilsu á meðan á umönnun aðstandandans stendur

25. JANÚAR KL. 17:00 – KÓSÝKRAFTUR – SPJALL 

  • Guðlaug Ragnarsdóttir náms- og starfsráðgjafi, umsjónarkona hópsins heldur utan um spjallið.

8. FEBRÚAR  KL. 17:00 – HÚMOR Í ERFIÐUM AÐSTÆÐUM

  • Edda Björgvins kemur og spjallar við hópinn  um mikilvægi þess að halda í húmorinn.

22. FEBRÚAR  KL. 17:00 – AÐ STANDA Á TÍMAMÓTUM EFTIR VEIKINDI 

  • Guðlaug Ragnarsdóttir náms- og starfsráðgjafi, umsjónarkona fer yfir hvað ber að hafa í huga hvað varðar náms- og starfsmöguleika þegar fólk stendur á tímamótum eftir krefjandi tímabil.

7. MARS KL. 17:00 – BÖRN OG KRABBAMEIN

  • Lóa Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu og starfamaður Ráðgjafaþjónustunnar, deilir reynslu sinni af því að nálast umræðuna um krabbamein við börn.

21. MARS KL. 17:00 – KÓSÝKRAFTUR – SPJALL 

  • Guðlaug Ragnarsdóttir náms- og starfsráðgjafi, umsjónarkona hópsins heldur utan um spjallið.

Áttu eða hefur þú átt ástvin sem greinst hefur með krabbamein? Ef þú ert maki, foreldri, systkini eða náinn aðstandandi getur það haft í för með sér verulegar breytingar á þínu lífi þar sem ýmsar spurningar geta vaknað og getur verið erfitt að vera til staðar fyrir þig og aðra á sama tíma. Það eru fleiri í þínum sporum.

Hægt er að óska eftir inngöngu í hópinn á Facebook hér.

Umsjónarmaður hópsins er Guðlaug Ragnarsdóttir náms- og starfsráðgjafi sem hefur einnig reynslu af því sjálf að hafa greinst með krabbamein. Guðlaug býður einnig upp á þjónustu sem náms- og starfsráðgjafi. Nánar um það hér. 

Upplýsingar

Dagsetning:
25. janúar 2024
Tímasetning:
17:00 - 19:00
Series:
Vefsíða:
https://www.facebook.com/events/417703020625182/417714720624012?active_tab=about

Viðburðahaldari

Kraftur Stuðningsfélag
Sími
866 9600
View Viðburðahaldari Website