Skip to main content

Vilt þú hitta náms- og starfsráðgjafa?

By 21. september 2023maí 6th, 2024Fréttir

Við erum svo heppin að vera komin með Guðlaugu Ragnarsdóttur í okkar lið. En hún er náms- og starfsráðgjafi auk þess að vera sjálf með reynslu að hafa greinst með krabbamein. Nú er hægt að bóka tíma til að hitta hana, þegar verið er að taka fyrstu skrefin aftur í nám eða til vinnu eftir krabbameinsmeðferð. Einnig ef einstaklingar vilja mögulega breyta til eftir veikindin þá getur verið gott að fá aðstoð við að finna út hvað er í boði og hvað er hægt að gera, vilji maður söðla um í lífinu.

Hægt er að senda beiðni um slíkt á kraftur@kraftur.org

Guðlaug er nýr starfsmaður hjá Krafti sem mun halda utan um AðstandendaKraft ásamst því að bjóða upp á náms- og starfsráðgjafaviðtöl. Guðlaug er náms-og starfsráðgjafi að mennt. Einnig er hún kennari og sundþjálfari til margra ára. Árið 2019 greindist hún með brjóstakrabbamein og hefur hún því kynnst því sjálf hvernig er að greinast með krabbamein. Hún fór í gegnum 14 mánaða meðferð og stendur uppi í dag krabbameinslaus og heilsuhraust. Guðlaug á tvær dætur og er gift.