4. APRÍL KL. 17:00 – KÓSÝKRAFTUR – SPJALL
- Guðlaug Ragnarsdóttir náms- og starfsráðgjafi, umsjónarkona hópsins heldur utan um spjallið.
Áttu eða hefur þú átt ástvin sem greinst hefur með krabbamein? Ef þú ert maki, foreldri, systkini eða náinn aðstandandi getur það haft í för með sér verulegar breytingar á þínu lífi þar sem ýmsar spurningar geta vaknað og getur verið erfitt að vera til staðar fyrir þig og aðra á sama tíma. Það eru fleiri í þínum sporum.
Hægt er að óska eftir inngöngu í hópinn á Facebook hér.
Umsjónarmaður hópsins er Guðlaug Ragnarsdóttir náms- og starfsráðgjafi sem hefur einnig reynslu af því sjálf að hafa greinst með krabbamein. Guðlaug býður einnig upp á þjónustu sem náms- og starfsráðgjafi. Nánar um það hér.