Miðvikudaginn 18. ágúst klukkan 20:00 ætlum við að koma saman í Skógarhlíð 8 og hlusta á nokkra frábæra félagsmenn og reynslubolta sem öll hafa gegnið í gegnum þessar krefandi lífreynslu að eiga ástvin sem greinst hefur með krabbamein.
Guðjón, Harpa, Guðrún Sesselja og Hrefna ætla að deila sinni reynslu með okkur, hvernig krabbamein hefur haft áhrif á þeirra líf og hvernig þau hafa tekist á við breyttar aðstæður og hvaða bjargráð þau hafa tileinkað sér í ferlinu.
Þessi hittingur verður því tileinkaður okkur, við ætlum að eiga rólega stund og kynnast betur. Öllum er velkomið að henda fram hugsunum og pælingum og saman ætlum við að gefa hvort öðru tækifæri á að deila sinni reynslu.
Við þekkjum það öll sem lendum í þessum sporum hversu ómetanlegt það getur verið að tala við aðra sem hafa verið í svipuðum sporum, AðstandendaKraftur var stofnaður af aðstandendum fyrir aðstandendur og hvetjum við alla til að mæta.
Komdu á opið kvöld hjá AðstandendaKrafti.
Hlökkum til að “sjá” þig ❤
Umsjónarmaður AðstandendaKrafts er Hrefna Björk Sigvaldadóttir sem er starfsmaður Krafts og aðstandandi. Hægt er að óska eftir inngöngu í hópinn á facebook hér.