AðstandendaKraftur er stuðningshópur fyrir aðstandendur sem eiga ástvin sem greinst hefur með krabbamein. AðstandendaKraftur var stofnaður af aðstandendum fyrir aðstandendur og hittist tvisvar í mánuði annað hvort í Skógarhlíð 8 eða í rafrænum heimi á Teams.
DAGSKRÁ FEBRÚAR
Í febrúar ætlum við að breyta aðeins til og bjóða upp á hópaskipta hittinga. Annað kvöldið ætlum við að bjóða mökum upp á vettvang til að deila áskorunum og sigrum með einstaklingum í sömu sporum og hitt kvöldið viljum við bjóða nánum aðstandendum, foreldrum, systkinum og vinum að koma.
FRESTAÐ – 9. FEBRÚAR – MAKA KVÖLD
23. FEBRÚAR – AÐSTANDENDA KVÖLD
Umsjónarmaður hópsins er Hrefna Björk Sigvaldadóttir starfsmaður Krafts en hún hefur sjálf reynslu af því að vera aðstandandi.
Hægt er að ná í Hrefnu í síma 866-9698 eða í gegnum hrefna@kraftur.org, en einnig er hægt er að óska eftir inngöngu í hópinn á Facebook hér.