Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Aðventukvöld Krafts

5. desember 2019 @ 18:00 - 21:00

Fimmtudaginn 5. desember verður haldið hið árlega aðventukvöld Krafts að Skógarhlíð 8 frá kl. 18-21 fyrir félagsmenn okkar og fjölskyldu.

Glæsileg dagskrá þar sem Ari Eldjárn verður með uppistand, Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson munu koma og syngja falleg jólalög fyrir okkur og Andri Snær Magnason mun lesa upp úr bók sinni, Tíminn og vatnið. Að sjálfsögðu verður jólahappdrættið okkar á sínum stað þar sem margir glæsilegir vinningar eru í boði.

Hlaðborð með allskyns jólaveitingum fyrir alla og jólakonfektið okkar verður auðvitað til sölu á staðnum sem og alls kyns varningur merktur „Lífið er núna“ sem er tilvalinn í jólapakkann.

Hlökkum til að sjá ykkur í kósý fíling á aðventunni en að sjálfsögðu er aðventukvöldið ykkur alfarið að kostnaðarlausu 🙂

Endilega meldaðu þig á Facebook 

 

Upplýsingar

Dagsetning:
5. desember 2019
Tímasetning:
18:00 - 21:00
Vefsíða:
www.kraftur.org