Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Crossfit með FítonsKrafti

22. febrúar 2020 @ 13:00 - 14:30

Við erum að fara á frábæra Crossfit æfingu með FítonsKrafti laugardaginn 22. febrúar í CrossFit XY í Garðabæ.  Árni Björn Kristjánsson sem er einn af meðeigendum og yfirþjálfurum þar ætlar þá að hitta okkur og fara með okkur í gegnum snilldar Crossfit æfingu við allra hæfi.
Árni þekkir það af eigin skinni að takast á við erfiðleika og að þurfa byrja á núllpunkti þegar kemur að hreyfingu og líkamsrækt. Árni var í mikilli ofþyngd árið 2009 og byrjaði þá í CrossFit og hefur ekki stoppað síðan. Hann hefur verið að þjálfa og keppa í CrossFit síðan 2011 og hefur keppt margsinnis á Evrópuleikum og Heimsleikum í CrossFit.
Árni er algjörlega með þetta og kann að sníða æfingar eftir getu og hraða hvers og eins svo að allir geti haft gagn og gaman af. Því er þetta tilvalið tækifæri fyrir alla sem hafa viljað prófa Crossfit að koma og kynna sér það.
 
Endilega skráðu þig hér svo við vitum fjölda þátttakenda en allir félagsmenn Krafts eru velkomnir að taka þátt í æfingunni sem er ykkur að sjálfsögðu að kostnaðarlausu.
Hittumst í anddyrinu hjá Crossfit XY – við erum svo að fara massa þetta saman!

Upplýsingar

Dagsetning:
22. febrúar 2020
Tímasetning:
13:00 - 14:30

Staðsetning

Crossfit XY
Miðhraun 2
Garðabæ, 210 Iceland
+ Google Map
View Staðsetning Website