Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Esjuganga – Að klífa brattann

8. júní 2022 @ 17:30 - 19:30

Að klífa brattann

Gengið verður upp að Steini á Esjunni miðvikudaginn 8.júní kl. 17:30. Er gangan hugsuð sem undirbúningur fyrir Fimmvörðuhálsgönguna sem verður nú í lok júní. 

Auðvitað er gangan opin öllum félagsmönnum sem hafa áhuga á göngum en erum aðeins að bæta í ákefð til að undirbúa hópinn fyrir Fimmvörðuháls.

Göngum upp að Steini á Esjunni í 597 metra hæð. Er líklegast vinsælasta gönguleið landsins og klárlega vinsælasta gönguleið í nánd við höfuðborgarsvæðið. Lagt er í hann frá bílastæði við botn Kollafjarðar. Stígurinn er augljós, breiður og vel merktur. Hann skiptist í tvennt rétt fyrir neðan miðju. Vestan til fer hann í gegn um Einarsmýri en austan til á brú yfir ána og svo á ská á hornið.

Við leggjum bílunum á bílastæðinu við Esjurætur, þar sem við hittumst áður en við höldum í hann

Huga þarf að góðum skóbúnaði og gott er að taka með sér göngustafi, orkustykki og vatnsflösku.

Endilega meldaðu þig á viðburðinn hér svo við getum áætlað fjöldann, því við viljum ekki skilja neinn eftir. 

Inga Bryndís starfsmaður Krafts mun leiða gönguna. Síminn hjá Ingu er: 866-9621.

Göngurnar henta öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér göngur og íslenska náttúru og njóta þess að vera í hópi meðal jafningja. Kraftsfélagar, fjölskyldur þeirra, börn og vinir eru hjartanlega velkomin.

Þú getur fylgst með okkur á Facebook og beðið um inngöngu í hópinn hér

Upplýsingar

Dagsetning:
8. júní 2022
Tímasetning:
17:30 - 19:30
Vefsíða:
https://fb.me/e/1OadfqgDC

Viðburðahaldari

Að klífa brattann – Gönguhópur
Sími
866-9600
Email
kraftur@kraftur.org
View Viðburðahaldari Website

Staðsetning

Mt Esja
https://goo.gl/maps/a3qUEuGYQ22bRen87 + Google Map