Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

FítonsKraftur – Gönguskíðanámskeið

14. mars 2021 @ 14:00 - 16:00

Nú erum við loksins að komast almennilega í gang eftir „þið vitið“ og ætlar FítonsKraftur að byrja aftur með stæl og skella sér á gönguskíði í Bláfjöllum.

Þar sem veðrið á Íslandi er ófyrirsjáanlegt ætlum við að hafa vaðið fyrir neðan okkur og höfum bókað 2 daga í fjallið. Annars vegar 13. og hins vegar 14. mars. Við stefnum á laugardaginn 13. mars klukkan 15:00 en höfum 14. mars til vara ef aðstæður í fjallinum verða ekki góðar á laugardeginum.

Það ætti að vera öllum fært að mæta þar sem okkur verða kennd byrjendatökin af reyndum kennurum frá  gönguskíðafélaginu Ullur og skíði og skó fáum við  lánuð á svæðinu. Það eina sem þarf eru hlý og góð föt og nesti

Viðburðurinn er opinn öllum félagsmönnum Krafts en það þarf að skrá sig hér

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Atli þjálfari í síma, 663-2252 eða í gegnum fitonskraftur@kraftur.org

Upplýsingar

Dagsetning:
14. mars 2021
Tímasetning:
14:00 - 16:00
Vefsíða:
https://www.facebook.com/events/1155145181611239/

Viðburðahaldari

FítonsKraftur

Staðsetning

Bláfjöll
Bláfjöll Iceland + Google Map