Hefur þig langað að prófa jóga en aldrei þorað? Hefur þú reynt að stunda jóga en það hefur aldrei orðið að venju? Eða ertu nú þegar ástfangin/nn af jóga og vilt nýta hvert tækifæri til að stunda það í góðum hópi fólks? Þá er þetta námskeið eitthvað fyrir þig!
Nýtt 6 vikna námskeið að hefst í FítonsYoga þann 20. janúar. Námskeiðið er nú haldið á mánudögum og fimmtudögum kl. 19:30-20:45.
Námskeiðið heitir Komdu þér í jafnvægi og er hugsað bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Markmið námskeiðsins er einmitt að auka jafnvægi, styrk og liðleika og hjálpa þér að slaka á í amstri dagsins. Hentar fyrir þá sem eru í krabbameinsmeðferð eða eru að byggja sig upp eftir veikindin sem og fyrir aðstandendur. Tilvalið tækifæri fyrir alla til að gefa sér tíma fyrir sig.
Eina sem þú þarft ert þú sjálf/ur og föt sem þægilegt er að hreyfa sig í. Dýnur verða á staðnum, en þú mátt að sjálfsögðu mæta með þína eigin. Námskeiðið er félagsmönnum okkar að kostnaðarlausu.
Pála Margrét kennir námskeiðið, en hún hefur lokið 500 klst. jógakennaranámi í Tælandi. Hún hefur sjálf notað jóga til að sigrast á vefjagigt og nýtist sú reynsla henni við kennsluna.