Flotmeðferð er afurð fyrirtækisins Flothettu og er djúpslakandi vatnsmeðferð, þróuð út frá flotbúnaði Flothettu. Ferlið er úthugsað með það að leiðarljósi að þáttakendur upplifi djúpa slökun, vellíðan og endurnæringu. Allt miðast þetta að því að næra og örva heilbrigt orkuflæði líkamans og losa út neikvæð áhrif streitu. Tímarnir eru alltaf í umsjón viðurkenndra flotþerapista sem hafa lokið námskeiði í Flotþerapíu og uppfylla kröfur um þekkingu og öryggi í vatnsmeðferðarvinnu.
Takmörkuð pláss eru í boði hverju sinni. Ef þú hefur skráð þig en forfallast, vinsamlegast láttu okkur vita með því að senda tölvupóst á kraftur@kraftur.org eða í gegnum síma 866-9600