Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Geldinganes – Að klífa brattann

15. febrúar 2020 @ 11:00 - 13:00

Nú göngum við hringinn í kringum Geldinganesið. Gangan er auðveld og tekur um 1,5 klst og er á jafnsléttu.  Hittumst hjá gámunum við Geldinganes (https://goo.gl/maps/yDJ7DErjSzuFUcSUA).

Komum saman og njótum þess að vera úti að hreyfa okkur í fallegri náttúru í útjaðri Reykjavíkur.

Að klífa brattann er gönguhópur fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur sem Kraftskonurnar Ragnheiður Guðmundsdóttir og G.sigríður Ágústsdóttir leiða en þær hafa báðar notað útivist og fjallgöngur sér til endurhæfingar og sjálfseflingar í veikindum sínum.

Göngurnar henta öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér göngur og íslenska náttúru og njóta þess að vera í hópi meðal jafningja.

Kraftsfélagar, fjölskyldur þeirra, börn og vinir eru hjartanlega velkomin. Endilega meldið ykkur á Facebook viðburðinum

Ragnheiður (sími: 663-9360) og Sirrý (sími: 660-4407)

Upplýsingar

Dagsetning:
15. febrúar 2020
Tímasetning:
11:00 - 13:00

Staðsetning

Geldinganes
Iceland + Google Map