Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Hafrahlíð og Reykjaborg – Að klífa brattann

22. október 2022 @ 11:00 - 13:00

Næsta ganga gönguhópsins Að klífa brattann verður laugardaginn 22. október kl. 11 🚶‍♂️🚶‍♀️

Við ætlum að skella okkur í haust göngu um svæði Hafravatns og nágrennis, upp á Hafrahlíð og Reykjaborg. Þessi fell eru ekki há en þau eru tilvalin til að vinna í þolinu eða fyrir þægilega göngu, allt eftir gönguhraða. Hringurinn er tæpir 7km og tekur um 1,5-2klst. Gangan er aðeins brött fyrrihluta ferðar en heildarhækkun eru 260m og hefst hún við Hafrafellsréttir.

Ágætlega krefjandi ganga með ótrúlega fallegu útsýni í allar áttir yfir stór Reykjavíkjavíkursvæðið, Reykjanesið, Vífilsfell og Bláfjöll.
Falleg náttúra og skemmtileg ganga sem flest allir ættu að ráða við. Gott er að taka með sér smá hressingu og einnig mælum við með göngustöfum fyrir þá sem eru smá valtir á fótum.

Endilega meldaðu þig á viðburðinn okkar á FB svo við vitum hverjir ætla að koma, því við viljum ekki skilja neinn eftir

VIÐ HITTUMST HÉR:
Bílastæði við Hafafellsréttir 

Að klífa brattann er gönguhópur sem Atli Már Sveinsson, þjálfari FítonsKrafts leiðir. Göngurnar henta öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér göngur og íslenska náttúru og njóta þess að vera í hópi meðal jafningja.

Atli (sími: 663-2252)
Þú getur fylgst með okkur á Facebook og beðið um inngöngu í hópinn hér

Upplýsingar

Dagsetning:
22. október 2022
Tímasetning:
11:00 - 13:00
Vefsíða:
https://www.facebook.com/events/581100797143482

Viðburðahaldari

FítonsKraftur

Staðsetning

Hafravatn
Hafravatnsvegur Iceland + Google Map
View Staðsetning Website