Ekki missa af þessu frábæra gönguævintýri!
Við ætlum að endurtaka leikinn frá því í fyrra og skella okkur í ævintýralega ferð með Midgard Adventure, en í þetta sinn ætlum við að fara í dagsögnu um náttúruundur Torfajökuls og Landmannalauga dagana 25. til 27. júlí.
Gengið er í hlíðum Skalla, um Uppgönguhrygg, í Hattver, Jökulgil og að Grænahrygg og höfum við hjá Krafti fengið einstakt tækifæri til að bjóða okkar félagsmönnum upp á frábæra upplifun um þessa einstöku gönguleið í fylgd með reyndum leiðsögumanni frá Midgard Adventure. Eftir göngu mun hópurinn gæða sér á grilluðum hamborgara og kældum drykkjum í Landmannalaugum. Eftir mat er ekið að Midgard Base Camp þar sem fólk getur mýkt stirða vöðva í heitum potti og gufubaði áður en lagst til hvílu í uppábúinni koju.
Dagskrá:
25. júlí – Gistum á Midgard Base Camp.
26. júlí – Göngum Grænahrygg og gistum aftur á Midgard Base Camp
27. júlí – Morgunverður og heimför
Skráning er nauðsynleg og staðfestingargjald er 5.000 kr. og verður sent út þegar skráningarfrestur rennur út 25. júní nk.
Hvað er innifalið?
Hvað er EKKI innifalið?
Gangan er fyrir alla félagsmenn í Krafti
Við mælum ekki með að börn komi í gönguna.
Gönguleiðin er tæknilega einföld, fyrir utan vað á Jökulkvíslinni. Leiðin er ca. 20 km löng. Við mælum með vaðskóm og göngustöfum á þessari göngu.
Frekari útbúnaðarlisti verður sendur á þátttakendur.
Nú er bara um að gera að SKRÁ sig og fara hlakka til því þetta er svo sannarlega ævintýri sem þú munt alltaf geyma í hjartastað. Takmarkað pláss í boði svo það borgar sig að skrá sig sem fyrst.
Skráning er nauðsynleg og staðfestingargjald er 5.000 kr. og verður sent út þegar skráningarfrestur rennur út 25. júní nk.
Vinsamlegast sendið tölvupóst á adventure@midgard.is með upplýsingum um þá sem ætla í gönguna.