Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Kubb á Klambratúni – Krabbamein fer ekki í frí

7. júlí 2021 @ 17:00 - 19:00

Miðvikudaginn 7. júlí ætlar Kraftur að vera með Kubb á Klambratúni undir yfirskriftinni Krabbamein fer ekki í frí.

Við ætlum við að hittast klukkan 17:00 hjá bílastæðinu við Kjarvalsstaði. Við munum síðan rölta saman inn á túnið og skella okkur í kubb. Þú þarft ekkert að kunna leikinn heldur er hann mjög einfaldur og förum við yfir allar reglur á svæðinu en aðal markmiðið er að koma saman og njóta líðandi stundar.

Endilega meldið ykkur hér á Facebook til að við vitum hversu margir eru að koma.

Þetta er fyrsti viðburðurinn af þremur undir yfirskriftinni  Krabbamein fer ekki í frí  sem við höldum í júlí  fyrir félagsmenn okkar. Þar er megin markmiðið að koma saman, njóta útivistar og líðandi stundar. Viðburðirnir eru bæði fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein sem og aðstandendur og er tilvalin stund fyrir vini og fjölskyldu að koma saman.

Krabbamein fer ekki í frí er vitundarvakning Krafts sem snýr að því að þótt fólk fari í sumarfrí þá fer krabbamein ekki í frí. Oft getur verið minni starfsemi og þjónusta yfir sumartímann hjá þjónustuaðilum sem sinna krabbameinsgreindum og aðstandendum. Við hjá Krafti höfum því tekið saman opnunartíma hjá ýmsum aðilum. Þótt þjónustan sé takmarkaðri þá skiptir máli að vita hvert maður getur leitað sér læknishjálpar, ráðgjafar og stuðnings.

Upplýsingar

Dagsetning:
7. júlí 2021
Tímasetning:
17:00 - 19:00
Vefsíða:
https://www.facebook.com/events/1043989453030028/

Viðburðahaldari

Kraftur Stuðningsfélag
Sími
866 9600
View Viðburðahaldari Website

Staðsetning

klambratún
Flókatún 24
Reykjavík, 105 Iceland
+ Google Map