Þetta er síðasti viðburðurinn af þremur undir yfirskriftinni Krabbamein fer ekki í frí sem við höldum í júlí fyrir félagsmenn okkar. Þar er megin markmiðið að koma saman, njóta útivistar og líðandi stundar. Viðburðirnir eru bæði fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein sem og aðstandendur og er tilvalin stund fyrir vini og fjölskyldu að koma saman.
Krabbamein fer ekki í frí er vitundarvakning Krafts sem snýr að því að þótt fólk fari í sumarfrí þá fer krabbamein ekki í frí. Oft getur verið minni starfsemi og þjónusta yfir sumartímann hjá þjónustuaðilum sem sinna krabbameinsgreindum og aðstandendum. Við hjá Krafti höfum því tekið saman opnunartíma hjá ýmsum aðilum. Þótt þjónustan sé takmarkaðri þá skiptir máli að vita hvert maður getur leitað sér læknishjálpar, ráðgjafar og stuðnings.