Lífið er núna festivalið verður haldið hátíðlega 28. september næstkomandi á Hótel Hilton í tilefni af 25 ára afmæli félagsins. Þetta er árshátíð fyrir félagsmenn okkar þar sem við komum saman og fögnum lífinu. Sannkölluð veisla þar sem við verðum með vinnustofur um daginn og þrusu partý um kvöldið.
Er þetta einstakur vettvangur til að hitta jafningja, læra nýja hluti, fræðast, skemmta sér með öðrum og skapa frábærar minningar.
Það verða ýmsar vinnustofur um daginn og þú getur valið m.a.:
Partý verður um kvöldið með mat og drykk, dans og tónlist. Heyrst hefur að Stuðlabandið ætli að kíkja við í sing along.
Til að tryggja þér pláss þá þarftu að senda póst á kraftur@kraftur.org. Skráningarfrestur er til og með 16. september. Félagsmsenn utan af landi þurfa að skrá sig fyrir 21.ágúst svo félagið getið tryggt gistingu á hótelinu. Félagið getur ekki ábyrgst gistingu eftir þann tíma.
Staðfestingargjald er 3.500 kr. og er það eina sem þú þarft að borga fyrir allan daginn. Innifalið eru allar vinnustofur, morgunhressing, hádegismatur, kaffi, aðgangur í Spa-ið á Hótel Hilton og svo kvöldmatur og þrusuball um kvöldið.
Félagsmenn af landsbyggðinni munu fá ferðastyrk og gistingu á Hilton sér að kostnaðarlausu. Sendið póst á kraftur@kraftur.org til að fá frekari upplýsingar.
Þessi viðburður er einungis fyrir félagsmenn í Krafti.