Kraftur leggur leið sína norður á Akureyri á skíði helgina 27. til 29. mars. Kraftur mun bjóða félagsmönnum að koma með en fyrstur kemur fyrstur fær reglan gildir, þar sem takmarkað pláss er í boði og því borgar sig að skrá sig strax.
Gist verður í húsinu við Glerá í sannkölluðum sumarbústaðarfýling. Við munum fá tilboð á góðum veitingastöðum svo við getum farið saman að borða. Síðan verðum við með Pub-Quiz á laugardagskvöldið.
Staðfestingargjald er 2.500 krónur á fullorðna, börn undir 18 ára fá að koma frítt með en við skráningu þurfum við þó að vita fjölda barna. Skráning fer fram hér.
Innifalið í ferðinni er rúta norður, gisting og morgunmatur og skíðapassi í fjallið ásamt búnaður til leigu fyrir þá sem þurfa. Skráning er nauðsynleg og biðjum við þig að fylla út formið svo við vitum fjölda sem fyrst þar sem takmarkað pláss er í boði.
Ef þú ert búsett(ur) fyrir norðan og ert þar með gistingu eða langar að koma á eigin vegum að hitta okkur þá væri náttúrulega frábært að sjá þig en þú verður að skrá þig upp á að við vitum með fjölda í fjallið 🙂
Ef þú vilt getur þú alltaf pantað þér kennslu á eigin vegum í Hlíðarfjalli.