Þriðjudaginn 3. september ætlar StrákaKraftur að hittast á ný eftir sumarfríið. Við ætlum að hittast í húsnæði Krafts að Skógarhlíð 8 klukkan 20 og fá okkur snæðing saman, stilla saman strengi fyrir haustið og kasta á milli okkar hugmyndum um hvað við viljum gera saman í vetur.
StrákaKraftur er stuðningshópur fyrir unga karlmenn á aldrinum 18 til 45 ára sem greinst hafa með krabbamein.
Hægt er að óska eftir inngöngu í hópinn hér: https://www.facebook.com/groups/374984316345091/
Umsjónarmenn StrákaKrafts eru Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur Krafts og Birkir Már Birgisson, félagsmaður Krafts.
Frekari upplýsingar veitir Birkir í síma (660-2780) eða Þorri í síma (866-9618).