Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

StelpuKraftur hefst á ný

26. ágúst 2019 @ 17:00 - 18:30

StelpuKraftur hefst á ný eftir sumarfrí 26. ágúst næstkomandi þar sem við ætlum að hittast í húsakynnum Krafts Skógarhlíð 8,spjalla saman og stilla saman strengi fyrir haustið. StelpuKraftur er stuðningshópur fyrir ungar konur á aldrinum 18-45 ára sem greinst hafa með krabbamein.

Þegar maður er ungur og greinist með krabbamein er svo gott að geta hitt jafningja í sömu sporum, deila reynslu og fá stuðning frá hvor öðrum. Einstaklinga sem hafa skilning sem einungis fæst með því að upplifa hlutina sjálfur.

Hópurinn hittist annan hvern mánudag klukkan 17:00 í húsnæði Krafts að Skógarhlíð 8. Umsjónarmaður með hópnum er Elín Kristín Klar, ráðgjafi.

Þú getur sótt um inngöngu í Facebook hóp StelpuKrafts hér

 

 

Upplýsingar

Dagsetning:
26. ágúst 2019
Tímasetning:
17:00 - 18:30
Vefsíða:
https://www.kraftur.org/thjonusta/studningshopar/stelpurkraftur/

Viðburðahaldari

Kraftur Stuðningsfélag
Sími
866 9600
View Viðburðahaldari Website