StrákaKraftur er stuðningshópur fyrir unga stráka á aldrinum 18 – 45 ára sem greinst hafa með krabbamein. Hópurinn hittist tvisvar í mánuði ýmist í húskynnum Krafts, Skógarhlíð 8, eða annarsstaðar.
Spunaspilahópurinn Svörtu tungurnar ætla að koma og taka smá D&D spil með StrákaKrafti hér í Skógarhlíð 8. Fjörið byrjar kl 20:00 og tekur ca tvo tíma. Gæti verið lengur ef það er stemming. Léttar veitingar í boði.
Hvað eru Svörtu tungurnar spyrjið þið, það er hópur manna sem hefur gaman af því að spila spunaspil. Meira að segja svo mikið að þeir eru með podcast um það og umræðuhóp á Facebook líka.
Umsjón með hópnum hefur Róbert Jóhannsson, félagsmaður hjá Krafti.
Frekari upplýsingar um viðburði verða settar inn á FB – hóp StrákaKrafts og er hægt að óska eftir inngöngu í hópinn hér.
Þegar maður er ungur og greinist með krabbamein skiptir svo miklu máli að vita hvert maður getur leitað og maður standi ekki einn í baráttunni.