Skip to main content

Eftirlit og eftirfylgni

Eftir meðferð mun taka við ákveðið tímabil þar sem fylgst er reglulega með þér og hvort að krabbameinið sé örugglega alveg farið. Fimm ár eru oft viðmiðunartíminn og talað er um að ef þú færð ekki krabbamein innan þess tíma sértu endanlega laus við það. Það veldur oft verulegum kvíða þegar fólk er að bíða eftir niðurstöðum úr rannsóknum jafnvel öll þessi fimm ár. Sá kvíði byrjar oft að byggjast upp talsvert áður en rannsóknirnar fara fram. Þú getur skoðað bjargráð við kvíða til að hjálpa þér.

Athugaðu að ýmsar síðbúnar afleiðingar geta þó komið upp eftir krabbameinsmeðferð og jafnvel fylgja fólki alla tíð. Auk þess sem einhverjir greinast aftur síðar á lífsleiðinni.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu