Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Hvað er Kraftur?

Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Félagið er hagsmuna- og stuðningsfélag fyrir ungt fólk á aldrinum 18-40 ára. Aðstandendur geta einnig gerst félagsmenn, án tillits til aldurs.

Það sem er í boði hjá Krafti:

 • Jafningjastuðningur og stuðningsnet þar sem reynsluboltar sem annars vegar greinst hafa með krabbamein eða eru aðstandendur ræða málin.
 • Alhliða ráðgjöf og stuðningur við krabbameinsgreint ungt fólk og aðstandendur þess.
 • Sálfræðiþjónusta án endurgjalds.
 • Fjárhagslegur stuðningur í formi neyðarsjóðs sem úthlutar styrkjum til félagsmanna sinna sem eiga í fjárhagsörðugleikum vegna krabbameins sem og styrkur til lyfjakaupa sem tengjast veikindum viðkomandi.
 • Endurhæfing í formi útivistar og hreyfingar undir handleiðslu íþróttafræðings. Má þar nefna almennar æfingar, jóga, göngur, badminton og aðra fjölbreytta líkamsþjálfun sem og fjarþjálfun fyrir þá sem þess óska.
 • Fræðsluefni og fræðslufyrirlestrar um málefni sem tengjast krabbameini og ýmis bjargráð sem nýtast í þeirra baráttu sem og ýmiss konar fræðsluútgáfa.
 • Stuðningshópar. Kraftur starfrækir ýmsa stuðningshópa þar sem einstaklingar koma reglulega saman og ræða opinskátt um veikindin og áhrif þeirra á lífið og tilveruna. Stuðningshóparnir eru líka með lokaðar Facebook-síður þar sem allir geta átt samskipti ýmist krabbameinsgreindir eða aðstandendur.
 • Markþjálfun er aðferðarfræði sem miðar að því að laða fram það besta hjá hverjum og einum.
 • Réttinda- og hagsmunagæsla. Kraftur veitir félagsmönnum sínum upplýsingar um sín réttindi meðan á veikindum stendur og eftir það. Kraftur gætir hagsmuna félagsmanna og stendur vörð um réttindi þeirra gagnvart opinberum aðilum.
 • Viðtalstímar á Landspítalanum alla miðvikudaga frá 10 til 11.
 • Ýmsir viðburðir fyrir félagsmenn til áminningar um það að njóta líðandi stundar. Má þar nefna aðventukvöld, sumargrill, endurhæfingarhelgar og kaffihúsakvöld.

Allar nánari upplýsingar um Kraft og þjónustu félagsins er á heimasíðu Krafts.

Þetta gæti gagnast þér

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu

Fáðu LífsKraft sendan heim

LífsKraftur er handbók fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur

Bókin er þér að kostnaðarlausu en þú þarft að greiða sendingarkostnað

Panta úr vefverslun

Instagram#krafturcancer

© 2021 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni
Rekið og þjónustað af PREMIS