Skip to main content

Hvar fæ ég endurhæfingu?

Þér stendur til boða mikið úrval af endurhæfingarúrræðum í formi sjúkraþjálfunar, hreyfingar og iðjuþjálfunar. Á Landspítalanum er endurhæfingarteymi sem getur aðstoðað meðal annars við gerð endurhæfingaráætlunar. Ljósið býður upp á fjölbreytta starfsemi á sviði endurhæfingar. Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins býður meðal annars upp á jóga, hugleiðslu og djúpslökun. Kraftur er með FítonsYoga og FítonsKraft sem er hreyfing í formi endurhæfingar og útivistar og býður líka upp á FjarKraft fyrir þá sem eru ekki á höfuðborgarsvæðinu. Aðrir endurhæfingaraðilar eru: Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, endurhæfingarmiðstöð Sjúkrahússins á Akureyri í Kristnesi og Reykjalundur fyrir ákveðna sjúklingahópa. Einnig er endurhæfing í boði á ýmsum endurhæfingarstöðvum og líkamsræktarstöðvum.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu