Nú er bleikur október að hefjast og af því tilefni verður Kraftur með kröftuga kvennastund í Hörpu þann 21. október þar sem engar aðrar en eftirfarandi konur verða með erindi: Eliza Reid, forsetafrú og frumkvöðull, Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi og G. Sigríður Ágústsdóttir, félagskona í Krafti sem greindist með ólæknandi krabbamein fyrir 5 árum síðan en lætur ekkert stöðva sig og þveraði Vatnajökul í sumar. Þetta verður magnaður viðburður og þú getur skráð þig á viðburðinn hér, þar sem þú velur hvort þú viljir koma í Hörpu eða fá hlekk með netstreymi. Það er ókeypis á viðburðinn en þarf að skrá sig til að tryggja sér sæti.
Fullt af öðrum flottum viðburðum verða einnig hjá okkur í október og vekjum við sérstaklega athygli á hinum ýmsu námskeiðum eins og Markþjálfunarnámskeiði með Eldmóði og stuðningsfulltrúanámskeiði hjá Stuðningsnetinu. Við verðum líka með ævintýrahjólaferð í Heiðmörk, göngu í Heiðmörk og Keilukvöld svo það verður af nógu að taka og engum ætti að leiðast núna í október en að sjálfsögðu verður gætt að öllum sóttvarnarfyrirmælum þremenninganna.
Auðvitað eru svo fastir liðir eins og vanalega hjá okkur eins og StelpuKraftur, AðstandendaKraftur og FítonsKraftur.
Hér getur þú líka hlaðið niður stundaskrá Krafts í október.