Laugardaginn 9. október ætlar Klifurhúsið að bjóða félagsmönnum okkar að koma og klifra undir handleiðslu reynds þjálfara.
Klifurhúsið er rekið af Klifurfélagi Reykjavíkur sem hefur þann helsta tilgang að efla framgang klifurs á Íslandi. Stór þáttur í því er að reka Klifurhúsið þar sem klifrarar á öllum aldri geta æft íþrótt sína allan ársins hring
FítonsKraftur heldur mánaðarlega opna viðburði þar sem allir félagsmenn okkar geta komið og upplifað margs konar útivist og/eða hreyfingu. Viðburðurinn er opinn öllum en skráning er nauðsynleg.
Atli Már Sveinsson þjálfari FítonsKrafts heldur utan um hópinn en hægt er að ná í hann í síma 663-2252 eða senda honum póst á fitonskraftur@kraftur.org
Hægt er að skrá sig í FítonsKraft hér og einnig geta þeir félagsmenn sem nýta sér FítonsKraft óskað eftir inngöngu í FB-hóp FítonsKrafts.