Skip to main content

Andri

Ég heiti Andri Þór og er 30 ára tónlistarmaður en vinn líka hjá Vélfangi. Konan mín Birgitta hefur tvisvar greinst með krabbamein. Árið 2013 greinist hún með leghálskrabbamein og meinið var skorið burtu. En svo 5 árum síðar greindist hún aftur og þá með krabbamein í eitlum sem staðsettir eru í mjaðmagrind. Í október fór hún í lyfja- og geislameðferð sem skilaði ekki þeim árangri sem við vonuðumst eftir. Hún er nú byrjuð í nýrri lyfjameðferð sem við vonumst eftir að muni ganga betur. Við tökumst á við þetta saman. Það er bara þannig að þegar svona alvarleg veikindi steðja að þá hefur það áhrif á alla fjölskylduna og það erum VIÐ sem erum að díla við krabbamein en ekki bara sá krabbameinsgreindi. Ég segi: ÞÍN VEIKINDI ERU MÍN VEIKINDI.

Deildu þinni reynslu og þinni mynd því krabbamein kemur öllum við eða deildu minni mynd og sögu #deilduþinnireynslu #krabbameinkemuröllumvið #lífiðernúna