Skip to main content

Kristín

Ég heiti Kristín, 31 árs Ísfirðingur og starfa sem þjónustustjóri á Icelandair hótel Reykjavík Natura. Ég er gift og saman eigum við hjónin tvo unga syni, sex ára og þriggja ára. Eiginmaðurinn greinist fyrst með krabbamein árið 2009. Okkur hjónum þykir mikilvægt að börnin okkar alist upp við öryggi og gleði.

Ég vil miðla því áfram að FJÖLSKYLDAN ER ÞAÐ MIKILVÆGASTA. Það er svo mikill styrkur sem fylgir fjölskyldunni. Enginn getur allt einn, en með góðri samstöðu og hjálp er svo margt hægt. Við eigum afskaplega traust net í kringum okkur. Það er ómetanlegt að finna það og fyrir það erum við alltaf þakklát. Fjölskyldan stendur saman, við treystum hvort öðru og við hjálpumst að. Við höldum fast í gleðina og reynum að tapa henni ekki, sama hver verkefni dagsins eru.
Við erum fyrst og fremst fjölskylda, ekki krabbameinið!

Deildu þinni reynslu og þinni mynd því krabbamein kemur öllum við eða deildu minni mynd og sögu #deilduþinnireynslu #krabbameinkemuröllumvið #lífiðernúna