Skip to main content

Simon

Ég heiti Simon Klüpfel og er 34 ára Þjóðverji, á bestu unnustu og frábæra níu ára stelpu. Ég flutti á klakan fyrir níu árum, fór í doktorsnám í efnafræði og starfa núna sem forðafræðingur hjá Orkuveitunni. Ég greindist árið 2014, þá þrítugur, með Hodgkins krabbamein. Við fórum í beinmergsskipti til Svíþjóðar síðasta vor eftir að ég greindist aftur og er núna í eftirliti. Ég vil vekja fólk til umhugsunar og spyr því: HVAÐ ER ÞAÐ SEM SKIPTIR VIRKILEGA MÁLI?

Þegar ég greindist með krabbamein fékk ég tækifæri að staldra við, fór að hugsa hvað það væri sem skipti mig virkilega máli, hvað ég legg áherslu á og hvað er í raun tímasóun. Ég fór að endurskoða forgangsröðunina í lífi mínu – vinnan mín, sem var þá allt of mikil, vék fyrir persónulega lifinu og tíma með fjölskyldu. Það hefur gefið mér ómælda hamingju að hafa farið í gegnum þessa sjálfskoðun. Meira að segja þegar ég greindist aftur þá var ég samt ánægðari með lífið því eg var alveg viss um hvernig ég myndi vilja verja tíma mínum. Það er aldrei of seint að breyta lífi sínu og forgangsraða upp á nýtt.

Deildu þinni reynslu og þinni mynd því krabbamein kemur öllum við eða deildu minni mynd og sögu #deilduþinnireynslu #krabbameinkemuröllumvið #lífiðernúna