Skip to main content

Hvernig sækir þú rafrænt félagsskírteini?

Opnaðu í tölvu slóðina sem þú fékkst senda í tölvupósti, þar hleður þú upp mynd af þér og ýtir á „búa til passa“.

Að sækja rafrænt skírteini í símann:

Ef þú ert með Android síma:
Félagsskírteinið þitt fer í SmartWallet appið í símanum þínum. Þú sækir SmartWallet í Play Store ef þú ert ekki með það fyrir.

  • Opnaðu myndavélina á símanum þínum og skannaðu QR kóðann
  • Ýttu á „Add“ og þá flyst skírteinið yfir í SmartWallet appið í símanum þínum

Til að fá aðgang að afsláttarkóða til að nota hjá sölu- og þjónustuaðilum, ferðu í SmartWallet og smellir á „i“ táknið og upplýsingarnar birtast.

Ef þú ert með iPhone síma:
Félagsskírteinið þitt fer í Apple Wallet í símanum þínum. Athugaðu að hafa Automatic Updates stillingu á kortinu til að sjá nýja kóða og tilboð á bakhlið félagskírteinis.

  • Opnaðu myndavélina á símanum þínum og skannaðu QR kóðann
  • Ýttu á „Add“ og þá flyst skírteinið yfir í Apple Wallet í símanum þínum

Til að fá aðgang að afsláttarkóða til að nota hjá sölu- og þjónustuaðilum, ferðu í passann í Apple Wallet og velur punktana þrjá efst til hægri og ferð í „Pass Details“