Nú er svo sannarlega sól í hjörtum okkar og við í Krafti erum sjúklega peppuð fyrir sumarið.
Hið árlega Sumargrill Krafts verður haldið í Guðmundarlundi 23. júní með pompi og prakt og hvetjum við þig til að skrá þig og þína til leiks svo við getum gert ráð fyrir fjöldanum vegna veitinga en nánari dagskrá verður auglýst síðar.
NorðanKraftur ætlar í sína fyrstu Vorferð austur á Egilsstaði og nágrenni og hvetjum við alla félagsmenn sem eru norðan heiða og á austurlandi til að skrá sig í vorferðina. Það verður svo sannarlega veisla, með gistingu, dekri og slökun. Endilega skráðu þig í þessa mögnuðu ferð.
Við í Krafti ætlum að vera mega dugleg nú í júní og taka tvær göngur í nágrenni Reykjavíkur sem er frábær heilsubót en einnig æfing fyrir þau sem ætla að skella sér með okkur á Fimmvörðuháls í lok júní. Nú eru síðustu forvöð til að skrá sig í þá ferð en skráningu lýkur nú á föstudag.
Að sjálfsögðu verðum við með fasta liði eins og vanalega eins og StelpuKraft og AðstandendaKraft.
Hér getur hlaðið niður PDF útgáfu af dagskrá Krafts í júní og hér geturðu séð dagskrá NorðanKrafts í júní.