
- This event has passed.
Kraftur klífur Fimmvörðuháls
26. júní @ 17:00 - 28. júní @ 17:00

Ekki missa af þessu frábæra gönguævintýri!
Við ætlum að skella okkur í ævintýralega ferð yfir Fimmvörðuháls dagana 26. til 28. júní.
Fimmvörðuhálsinn er ein af fallegustu gönguparadís á Íslandi og höfum við hjá Krafti fengið einstakt tækifæri til að bjóða okkar félagsmönnum upp á frábæra upplifun um þessa einstöku gönguleið í fylgd með reyndum leiðsögumanni frá Midgard Adventure. Þetta er ein vinsælasta gönguleið á Íslandi og er gengið milli tveggja jökla, Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls, og tengir leiðin Skóga við Þórsmörk. Eftir göngu mun hópurinn gæða sér á grilluðum hamborgara og kældum bjór eða gosi inni í Þórsmörk. Eftir mat er ekið að Midgard Base Camp þar sem fólk getur mýkt stirða vöðva í heitum potti og gufubaði áður en lagst til hvílu í uppábúinni koju.
Dagskrá:
26. júní – Gistum á Midgard Base Camp.
27. júní – Göngum yfir Fimmvörðuháls og gistum aftur á Midgard Base Camp
28. júní – Morgunverður og heimför
Skráning er nauðsynleg og staðfestingargjald er 10.000 kr. og verður sent út þegar skráningarfrestur rennur út. Hægt er að sjá að neðan hvað er innifalið í þessu skráningarverði og að hverju þú þarft að huga sjálf(ur).
Hvað er innifalið?
- Gönguleiðsögn
- Skutl frá Midgard Base Camp inn að Skógum þar sem gangan hefst
- Hamborgari og drykkur í Þórsmörk
- Skutl frá Þórsmörk að Midgard Base Camp
- Gisting í tvær nætur í uppábúinni koju á Midgard Base Camp
- Morgunverður báða morgnana
- Undirbúningsfundur kvöldið fyrir gönguna
- Aðgangur að heitum potti og sauna á Midgard Base Camp
Hvað er EKKI innifalið?
- Allur göngubúnaður, skór, stafir, fatnaður o.s.frv.
- Kvöldverður 26. júní
- Nesti í göngunni
- Nasl og drykkir á Midgard Base Camp
Far, fram og til baka, á HvolsvöllHvernig ganga og fyrir hvern?
Gangan er fyrir alla félagsmenn í Krafti
Við mælum ekki með að börn komi í gönguna
Við mælum með að þú komir í æfingargöngurnar sem Að klífa á brattann verður með fyrir gönguna (nánari upplýsingar inn á FB hóp Að klífa brattann)
Leiðin er 24 km, lóðrétt hækkun er 1000 m. og tekur gangan um 9 klst. en við munum stoppa á milli, hvílast og nærast.
Nú er bara um að gera að SKRÁ sig og fara hlakka til því þetta er svo sannarlega ævintýri sem þú munt alltaf geyma í hjartastað. Takmarkað pláss í boði svo það borgar sig að skrá sig sem fyrst.