Rósa Kristjánsdóttir er hjúkrunarfræðingur og djákni á Landspítalanum, en hún hefur áratuga reynslu af sálgæslu og að styðja við fólk á erfiðum tímum í lífi þeirra. Í þættinum ræðir hún við Sigríði Þóru um mikilvægi þess að ræða um dauðann og hennar reynslu sem djákni. Rósa hvetur fólk til þess að eiga heiðarleg og opin samskipti við fólkið í kringum sig um lífslokin, hvort sem fólk glímir við alvarlega sjúkdóma eða ekki.
Þátturinn er kominn inn á Spotify og allar hlaðvarpsveitur og er unninn í samstarfi við Vísi.