Skip to main content

3.7. Hlakka til þegar krabba-pabbi er farinn

By 27. maí 2022október 5th, 2022Hlaðvarp

Feðgarnir Róbert og Valdimar hafa talað opinskátt um það hvernig krabbamein hefur snert þá, en Róbert greindist með ristilkrabbamein í nóvember 2021. Róbert og kona hans ákváðu strax í byrjun veikindanna að leyfa börnunum að vera þátttakendur í krabbameinsferlinu. Yngsti sonur þeirra, Valdimar, hefur meðal annars búið til hlaðvarp á KrakkaRúv sem heitir Að eiga mömmu eða pabba með krabbamein, til þess að skilja sjálfur krabbamein betur og til að hjálpa öðrum börnum að skilja það. Feðgarnir settust niður með Sigríði Þóru og ræddu á sinn einlæga og skemmtilega hátt um krabbameinið og allar tilfinningarnar og erfiðleikana sem það hefur í för með sér fyrir bæði foreldra og börn.

Þátturinn er kominn inn á Spotify og allar hlaðvarpsveitur og er unninn í samstarfi við Vísi – Mynd Atli Thor