Skip to main content

3.4. Líf ertu að grínast?

By 18. mars 2022október 2nd, 2022Hlaðvarp

Hjónin Svavar Pétur Eysteinsson og Berglind Häsler settust niður með Sigríði Þóru og töluðu á sinn einstaka hátt um lífið og tilveruna með krabbameininu en Svavar er einnig þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló. Prinsinn, eins og þau kalla hann, er orðinn mikilvægur partur af fjölskyldunni til þess að halda í fíflalætin. Þau ræða fjölskyldulífið og hvernig allir meðlimir fá pláss til að upplifa sínar tilfinningar gagnvart veikindunum og um alla boltana sem maki þarf oft að halda á lofti í kjölfarið. Þau tala líka um gleðina og hvernig krabbameinið hefur verið risastór æðruleysisæfing fyrir þau.

Þátturinn er kominn inn á Spotify og allar hlaðvarpsveitur og er unninn í samstarfi við Vísi – Mynd Vísir/Hulda Margrét