Skip to main content

Kristín Eiríksdóttir

„Það er ekki sjálfgefið að vita hvernig það er að greinast með krabbamein.“

„Ég kem úr fjölskyldu þar sem margir hafa fengið krabbamein. Sumir hefðu þurft á því að halda að tala við einhvern sem hefði þessa reynslu. Ég sjálf þurfti þess ekki, ég á dóttur sem er hjúkrunarfræðingur og ég gat alltaf leitað til hennar. Ég veit hins vegar hvað jafningjastuðningur getur hjálpað mörgum því það hjálpar að tala við einhvern sem hefur gengið í gegnum þessa reynslu.

Þegar maður greinist með krabbamein er gott að hitta einhvern sem þekkir það að vera með krabbamein og getur leiðbeint manni hvert maður getur leitað, það er ekkert sjálfgefið að maður viti það.“

Kristín er stuðningsfulltrúi í Stuðningsnetinu