Skip to main content

Erfðagjafir

Þú getur valið að ánafna hluta af eignum þínum til Krafts í erfðaskrá þinni.  Erfðagjöf er því ekki gjöf sem þú gefur í dag heldur mun hún berast eftir þinn dag. Erfðagjafir geta skipt félag eins og Kraft einstaklega miklu máli og bera vott um einstakan hlýhug og velvilja í garð félagsins.

Til þess að gefa erfðagjöf þarft þú að vera lögráða en nauðsynlegt er að gera erfðaskrá þar sem erfðagjöf er tilgreind. Hægt er að gefa eignir eins og fjármuni, húseign, hlutabréf, innbú eða annað. Til þess að tryggja að erfðaskrá sé gild samkvæmt lögum þá er mælt til þess að þú ráðfærir þig við lögfræðing.

Enginn erfðafjárskattur af erfðagjöfum

Samkvæmt erfðafjárskattslögum frá því í desember 2015 er enginn erfðafjárskattur af gjöfum sem falla til félagasamtaka og sjálfseignarstofnana sem starfa að almannaheillum.

Um erfðagjafir:

  • Arfleiða má félagasamtök eða sjálfseignarstofnanir sem starfa að almannaheillum að þriðjungi eigna þegar arfleifandi á maka eða börn eða að öllum eignum þegar skylduerfingjar eru ekki til staðar.
  • Arfur til slíkra félaga er undanþeginn erfðafjárskatti.
  • Nauðsynlegt er að gera erfðaskrá til að tryggja að arfur berist þangað sem arfleifandi óskar.
  • Erfðaskrá má gera hvenær sem er og breyta að vild.
  • Gott er að varðveita erfðaskrá á tryggum stað, svo sem hjá sýslumanni, í bankahólfi eða hjá einhverjum sem treyst er fyrir því að varðveita hana þar til hennar verður þörf.

Allar nánari upplýsingar um erfðagjafir má finna á www.erfdagjafir.is.