Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Fræðslufyrirlestur – Að deita eftir krabbamein

19. febrúar 2020 @ 17:15 - 18:45

Í tilefni af Valentínusardeginum og öðrum rómantískum dögum eins og Bóndadegi og Konudegi ætlum við að vera með fyrirlestur um hvernig það er að byrja í sambandi eða vera deita eftir veikindi.

Ef þú ert á lausu þá gætir þú verið með áhyggjur af því að krabbameinið kunni að hafa áhrif á möguleika þína fyrir samband. Það getur verið erfitt að fara á stefnumót,  útlit þitt gæti hafa breyst og sjálfstraustið minnkað. Þú veist kannski ekki hvort þú eigir að minnast á krabbameinið eða ekki og hvenær er þá rétti tíminn. Það að fara á deit er alltaf erfitt en um leið líka spennandi, hvort sem þú ert með krabbamein eða ekki.

Áslaug Kristjánsdóttir, hjúkrunar- og kynfræðingur, ræða um sambönd, stefnumót og veikindi og annað sem heyrir undir samskipti kynjanna undir þessum kringumstæðum.  Einnig mun Kraftsfélagi miðla af eigin reynslu.

Annar fyrirlesturinn á nýju ári í fyrirlestraröð Krafts – Ungt fólk og krabbamein – verður haldinn miðvikudaginn 19. febrúar kl. 17.15 í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og er án endurgjalds. Boðið verður upp á léttar veitingar. Allir hjartanlega velkomnir. Þú getur meldað þig hér á Facebook. 

Fyrirlestrinum verður einnig streymt í beinni á netinu og verður settur  hlekkur hér inn.

Upplýsingar

Dagsetning:
19. febrúar 2020
Tímasetning:
17:15 - 18:45
Vefsíða:
https://www.facebook.com/events/197659168078959/

Viðburðahaldari

Kraftur Stuðningsfélag
Sími
866 9600
View Viðburðahaldari Website