Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

AðstandendaKraftur – Hvað er í boði fyrir mig?

11. febrúar 2020 @ 17:30 - 19:00

AðstandendaKraftur

Þegar fjölskyldumeðlimur eða ástvinur greinist með krabbamein hefur það mikil áhrif á aðstandendur og er mikilvægt að þau hugi líka að sér.

Þriðjudaginn 11. febrúar klukkan 17:30 ætlum við að fara yfir þær þjónustur sem eru í boði fyrir aðstandendur og hvert þeir geti leitað til að fá aðstoð. Ráðgjafaþjónusta Krabbameinsfélagsins og Ljósið verða með kynningu á sinni þjónustu fyrir aðstandendur.

NÁNAR UM AÐSTANDENDAKRAFT
AðstandendaKraftur er vettvangur fyrir aðstandendur til að hittast, fræðast og deila sinni reynslu. Ef þú ert maki eða náinn aðstandandi getur það haft í för með sér verulegar breytingar á þínu lífi þar sem ýmsar spurningar geta vaknað og getur verið erfitt að vera til staðar fyrir þig og aðra á sama tíma. Það eru fleiri í þínum sporum.

Komdu á opið kvöld hjá AðstandendaKrafti. Við verðum í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Hlökkum til að sjá þig.

Upplýsingar

Dagsetning:
11. febrúar 2020
Tímasetning:
17:30 - 19:00

Viðburðahaldari

Kraftur Stuðningsfélag
Sími
866 9600
View Viðburðahaldari Website