Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Fræðslufyrirlestur – Af hverju á ég að fara út?

18. nóvember 2020 @ 20:00 - 21:15

Skelltu þér á skemmtilegan og fræðandi fyrirlestur þar sem Jakob hjá KVAN fer yfir hversu mikilvægt það er að fara út, hreyfa sig og anda að sér fersku lofti.

Jakob verður með frábæra netstund með okkur miðvikudaginn 18. nóvember klukkan 20.00. Í erindinu verður fjallað um ýmsa þætti sem tengjast útiveru, útivist og náttúru. Fjallað um áhrifum á andlega og líkamlega heilsu, velferð og lífsgæði, hverjar eru helstu hindranir og hvað við getum gert til að yfirstíga þær og fundið útiveru sem hentar okkur og fjölskyldunni.
Fjallað verður um rannsóknir á þessi svið á Íslandi og erlendis, sagðar sögur og velt upp hvernig við getum staðnæmst og gætt tilveru okkar nýrri reynslu.

Jakob Frímann Þorsteinsson starfar hjá KVAN og hjá Háskóla Íslands þar sem hann stundar rannsóknir og kennslu á útimenntun, námi og tómstundafræði.

Ef litið væri á „börn að leik úti“ sem dýrategund, þá værum við líklega búin að setja þau á válista yfir dýrategundir í útrýmingarhættu!
Tim Gill

Ekki missa af þessum fræðandi fyrirlestri sem er öllum opinn og er án endurgjalds. En þú þarft að skrá þig hér
svo við getum sent þér Teams-hlekk þegar nær dregur.

Upplýsingar

Dagsetning:
18. nóvember 2020
Tímasetning:
20:00 - 21:15
Vefsíða:
https://forms.gle/SaNaGv3bpQYpCcwy5

Viðburðahaldari

Kraftur Stuðningsfélag
Sími
866 9600
View Viðburðahaldari Website