Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Fræðslufyrirlestur – Krabbamein og frjósemi

4. maí 2022 @ 17:15 - 18:30

Frjósemi er oft ofarlega í huga ungs fólks þegar það greinist með krabbamein enda margt sem fólk þarf að hafa í huga áður en krabbameinsmeðferð hefst sem varðar frjósemi. Kristbjörg Heiður Olsen fæðinga og kvensjúkdómalæknir hjá Livio ætlar að koma og segja okkur frá því hvernig krabbameinsmeðferð getur skert frjósemi og hvað sé til ráða þegar sú staða kemur upp, til þess að varðveita frjósemina og hvaða úrræði eru í boði. Auk þess fjallar hún um það hvað tekur við eftir að krabbameinsmeðferð lýkur er varðar frjósemismeðferðir.

Reynsluboltinn Súsanna Sif ætlar að koma og deila sinni upplifun en hún hefur reynslu af því að greinast með krabbamein og að ganga í gegnum tæknifrjóvganir bæði hér heima og erlendis.

Ef að þetta málefni snertir þig á einhvern hátt eða þú vilt bara fræðast um krabbamein og frjósemi – vertu velkomin/n til okkar í Skógarhlíð 8 á fyrstu hæð – þar sem við ætlum að fræðast meira um krabbamein og frjósemi!

Endilega meldiði ykuur á Facebook viðburðinn svo við vitum ca. fjölda.

Fræðslufyrirlesturinn verður haldinn miðvikudginn 4.maí klukkan 17.15-18:30 í Skógarhlíð 8, húsnæði Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins.

Fræðslufyrirlestrinum verður streymt fyrir þá sem búa á landsbyggðinni eða geta ekki mætt á staðinn. Streymið má finna hér: https://livestream.com/krabb/kraftur-04052022

Upplýsingar

Dagsetning:
4. maí 2022
Tímasetning:
17:15 - 18:30
Vefsíða:
https://fb.me/e/2sVDwnJ6L