Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Hefur þú misst maka? – Kynningarkvöld Ljónshjarta

19. mars 2019 @ 20:00 - 22:00

Hefur þú misst maka? Það getur verið rosalega gott að hitta aðra sem eru í sambærilegum sporum.


Í samvinnu við Ljónshjarta ætlar Kraftur að bjóða félagsmönnum sínum sem hafa misst maka á erindi hjá Ljónshjarta. Samtökin kynna lauslega starfsemi sína og verður Sigríður Kristín með erindi um fyrstu tvö árin eftir makamissi. En Sigríður starfar sem Fríkirkju prestur í Hafnarfirði og hefur mikla reynslu að vinna með fólki í sorg.  Erindið er einungis ætlað þeim sem hafa misst maka en auðvitað getur þú tekið með þér náinn vin eða ættingja til stuðnings. Léttur kvöldverður í boði ásamt kaffi og með því
.

Í framhaldi af viðburðinum er hægt að skrá sig í sorgarúrvinnsluhóp sem Sigríður Kristín mun stýra. Tveir hópar verða í boði og mun annar þeirra vera fyrir þá sem misst hafa vegna langvarandi veikinda.

Upplýsingar

Dagsetning:
19. mars 2019
Tímasetning:
20:00 - 22:00
Vefsíða:
https://goo.gl/forms/OiFMaRUVQ9s8c0m52