Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Kaffihúsakvöld með draumakorti / Vision Board

6. mars 2019 @ 20:00 - 22:00

Næsta kaffihúsakvöld Krafts verður haldið miðvikudaginn 6. mars. Núna getum við látið drauma okkar rætast þar sem  markþjálfinn okkar hún Stína mun leiða okkur áfram í að setja upp draumakort (e. vision board) og ræða við okkur um markmiðasetningu.

Þetta verður góður tími til þess að staldra við og hugsa hvað það er sem við virkilega viljum og þráum. Hverjir eru draumar okkar fyrir þetta ár og hvert stefnum við. Hvað viljum við að árið 2019 færi okkur.

Við erum gjörn á að setja okkur markmið í upphaf árs, sum raunhæf og önnur ekki. Nú þegar að annar mánuður ársins er hafinn erum við sum okkar búin að átta okkur á því hvað er að virka og hvað ekki. Þar mun draumakortið koma sterkt inn í.

Til að gera draumakort þarf maður ekki að vera föndursnillingur. Allir fá sitt eigið karton og mega láta sköpunargleiðina ráða ríkjum. Karton, blöð til þess að klippa út, skæri, lím, pennar og litir verða á staðnum.

Draumakortin eru mjög áhrifarík og það að setja saman eitt slíkt gerir það að verkum að við verðum meira meðvitaðari um hvað það er sem við viljum og þráum. Það er mjög öflug leið að hengja þau upp á stað sem að þú getur alltaf séð það, t.d. bak við svefnherbergishurðina, inni í fataskáp þannig fáum við stöðugt áminningu um draumana.

Stína og aðrir fulltrúar frá Krafti taka vel á móti ykkur yfir rjúkandi heitum kaffi/tebolla og annarri hressingu 🙂 Ef þið hafið einhverjar spurningar getið þið haft samband í síma Krafts 866-9698.

Þetta er opið hús, milli 20 og 22, svo fólk getur komið og kíkt við eins og það vill 🙂

Sjáumst í Krafti yfir rjúkandi heitum bolla í kósý stemningu!

Upplýsingar

Dagsetning:
6. mars 2019
Tímasetning:
20:00 - 22:00
Viðburður Tags:
, , ,
Vefsíða:
https://www.facebook.com/events/267699327512464/