Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.
Event Series Event Series: Kraftsslökun

Kraftsslökun

22. mars 2019 @ 17:15 - 18:15

Frítt
Þetta er ekki snúið komdu í núið! Kraftur býður upp á slökun tvö föstdagskvöld í mars og byrjun apríl.
Hvernig hljómar það að slaka á áður en þú ferð inní helgina? Komdu þá í Kraftsslökun þar sem við tökum nokkrar góðar sitjandi og liggjandi teygjur og leggjumst síðan útaf og slökum á inn í helgina.

Kraftsslökun hentar öllum, og er engin þörf á fyrri þekkingu eða reynslu af jóga. Markmiðið er að liðka líkamann og slaka síðan vel á, eftir vinnuvikuna. Taktu þennan klukkutíma frá fyrir þig, það er sannarlega þess virði.

Kraftsslökun er hugsuð fyrir félagsmenn, krabbameinsgreinda og aðstandendur. Eina sem þú þarft ert þú sjálf/ur og föt sem þægilegt er að hreyfa sig í. Dýnur verða á staðnum, en þú mátt að sjálfsögðu mæta með þína eigin. Kraftsslökun er félagsmönnum okkar að kostnaðarlausu.

Pála Margrét leiðir slökunina, en hún hefur lokið 500 klst. jógakennaranámi í Tælandi. Hún hefur sjálf reynslu af því að komast í gegnum vefjagigt með jóga, og hefur sú reynsla haft áhrif á það hvernig hún kennir jóga.

Frekari upplýsingar veitir Pála Margrét: palamargret@hamingjujoga.is

Upplýsingar

Dagsetning:
22. mars 2019
Tímasetning:
17:15 - 18:15
Series:
Verð:
Frítt

Viðburðahaldari

Kraftur Stuðningsfélag
Sími
866 9600
View Viðburðahaldari Website