Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Kröftug kvennastund í Iðnó

11. október 2022 @ 17:00 - 19:30

Frá árinu 2000 hefur Krabbameinsfélagið staðið fyrir Bleiku slaufunni og í tilefni af því verður Kraftur, sem er aðildarfélag Krabbameinsfélagsins, með Kröftuga kvennastund í Iðnó þriðjudaginn 11. október milli klukkan 17:00 og 19:30.

Við fáum kraftmiklar konur til að deila reynslu sinni, hvert þær sækja sinn styrk og hvernig þær hafa tekist á við áskoranir hvort sem er í starfi eða persónulega lífinu.

Nauðsynlegt er að skrá sig á kvennastundina en ókeypis er á viðburðinn

Þetta er í annað sinn sem Kraftur heldur Kröftuga kvennastundina og var hún einstaklega vel sótt í fyrra og því borgar sig að skrá sig sem fyrst vegna takmarkaðs pláss.

Elín Skúladóttir, formaður Krafts, setur Kvennastundina

Fram koma:

  • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra. Áslaug missti móður sína ung að aldri úr krabbameini en báðir foreldar hennar greindust með krabbamein þegar hún var í kringum tvítugt. Hún hefur rætt opinskátt um krabbameinið og móðurmissinn.
  • Hulda Bjarnadóttir forseti Golfsambands Íslands, fjölmiðlakona og fyrrum framkvæmdastjóri Krafts sem starfar í dag við uppbyggingu á fyrirtækjamenningu hjá Marel. Hulda greindist með BRCA genið og lét fjarlægja brjóstin og eggjastokkana í kjölfarið af greiningunni.
  • Bára O’Brien Ragnhildardóttir verkefnastjóri greindist nýverið með brjóstakrabbamein einungis 34 ára gömul. Hún hefur talað opinskátt um baráttu sína við brjóstakrabbameinið á samfélagsmiðlum á sinn einlæga og fallega máta.
  • Tinna Ósk Grímarsdóttir framkvæmdastjóri greindist með fjórða stigs ristilkrabbamein 34 ára gömul. Tinna hefur verið dugleg að deila sinni lífsreynslu og sögu á samfélagsmiðlun, því hvernig það er að fá stóma og lífinu með krabbameininu.
  • Snjólaug Lúðvíksdóttir uppistandari mun einnig stíga á stokk.

Í lokinn verður boðið upp á umræður þar sem konur geta borið fram fyrirspurnir fyrir þessar kröftugu konur sem halda erindi á kvennastundinni.

Bleika slaufan verður til sölu á viðburðinum og allur ágóði rennur óskiptur til Krabbameinsfélagsins.

 

Fundarstjórn: Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir, baráttukonur í réttindabaráttu hinsegin fólks og hafa m.a. halda úti fræðslu á samfélagsmiðlum Hinsegin leikanna.

Léttar bleikar veitingar verða í boði.

Þetta verður söguleg og mögnuð kvennastund. Ókeypis er á viðburðinn en takmarkað sætapláss er í boði og því mikilvægt að skrá sig sem fyrst til að tryggja sér sæti.

Við biðjum þig að skrá þig hér.

Sýnum lit og sjáumst á Kröftugu kvennastundinni í Iðnó í bleikum október!

Við vekjum athygli á því að bílastæði eru til dæmis við Fríkirkjuveg og Tjarnargötu, auk bílastæðahúsanna undir Ráðhúsinu og undir Hafnartorgi.

Upplýsingar

Dagsetning:
11. október 2022
Tímasetning:
17:00 - 19:30
Vefsíða:
https://www.facebook.com/events/1120734595219783

Viðburðahaldari

Kraftur Stuðningsfélag
Sími
866 9600
View Viðburðahaldari Website

Staðsetning

Iðnó – menningarhús
Vonarstræti 3
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map